Hanna Katrín Friðriksson, nýr atvinnuvegaráðherra, var ekki upplýst um að Sigurjón Þórðarson, verðandi formaður atvinnuveganefndar Alþingis, hefði hagsmuna að gæta þegar kom að þeirri ákvörðun að boða stóreflingu strandveiða á komandi sumri

Stefán E. Stefánsson

ses@mbl.is

Hanna Katrín Friðriksson, nýr atvinnuvegaráðherra, var ekki upplýst um að Sigurjón Þórðarson, verðandi formaður atvinnuveganefndar Alþingis, hefði hagsmuna að gæta þegar kom að þeirri ákvörðun að boða stóreflingu strandveiða á komandi sumri.

Hanna Katrín var upplýst um þetta í þættinum Spursmálum á mbl.is en Sigurjón á fyrirtækið Sleppa ehf. í jafnri eign á móti konu sinni en þingmaðurinn nýkjörni hefur gert út bát á strandveiðum undir merkjum fyrirtækisins síðustu ár. Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar miðar að því að stórauka strandveiðar en þær breytingar gætu orðið til þess að tvöfalda tekjur fyrirtækis Sigurjóns.

Hanna Katrín segir að þetta kunni að hafa áhrif á störf Sigurjóns á vettvangi

...