Lítil smáskjálftahrina mældist við Öskju snemma í gærmorgun. Skjálftarnir voru ekki stórir, eða á bilinu 0,2 til 1,6 að stærð. Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands, segir skjálftavirkni í Öskju vera með minnsta…
Baksvið
Sonja Sif Þórólfsdóttir
sonja@mbl.is
Lítil smáskjálftahrina mældist við Öskju snemma í gærmorgun. Skjálftarnir voru ekki stórir, eða á bilinu 0,2 til 1,6 að stærð. Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands, segir skjálftavirkni í Öskju vera með minnsta móti, í raun minni en búast hefði mátt við af eldstöðinni í norðri. Alls hafa mælst 77 skjálftar við Öskju það sem af er ári, en á síðasta ári mældust tæplega þúsund skjálftar við vatnið.
Á hefðbundnum stað
Skjálftahrinan smáa mældist við suðurbotna Öskjuvatns þar sem gjarnan verða jarðskjálftahrinur.
„Ég get ímyndað mér að þetta tengist jarðhitavirkni. Það er viðvarandi virkni á þessum slóðum
...