Guðmundur fæddist 27. janúar 1925 á Seyðisfirði. Foreldrar hans voru Jóhannes Sveinsson, f. 1866, d. 1955, og Elín Júlíana Sveinsdóttir, f. 1883, d. 1952.

Guðmundur útskrifaðist sem læknir frá Háskóla Íslands 1955 og sem sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp í Svíþjóð 1965.

Guðmundur var héraðslæknir í Bolungarvík 1956-59, sérfræðingur á Landspítala, fæðingar- og kvensjúkdómadeild frá 1966 til æviloka, og yfirlæknir Leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands frá 1973 til æviloka. Hann var kennari í kvenlækningum og fæðingarhjálp við Hjúkrunarskóla Íslands 1967-72, kennari við Ljósmæðraskóla Íslands frá 1975 til æviloka og dósent við læknadeild HÍ frá 1977 til æviloka.

Guðmundur sat í hreppsnefnd Hólshrepps 1958-1960 og var formaður skólanefndar Hólsskólahverfis 1958-60. Hann var gjaldkeri stjórnar Læknafélags Íslands 1967-76 og sat í samninganefnd sérfræðinga Læknafélags Reykjavíkur 1968 til dánardags.

Eiginkona Guðmundar var Guðrún

...