Bæði utanríkisráðherra og forsætisráðherra segja að stjórnvöld eigi í nánum samskiptum við önnur ríki Norðurlanda um öryggis- og varnarmál, þótt ráðherrar eigi ekki kost á að sækja alla fundi. Ekki þurfi að óttast að sá málaflokkur sé vanræktur,…
Varnarmál Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra.
Varnarmál Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. — Morgunblaðið/Eyþór

Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Bæði utanríkisráðherra og forsætisráðherra segja að stjórnvöld eigi í nánum samskiptum við önnur ríki Norðurlanda um öryggis- og varnarmál, þótt ráðherrar eigi ekki kost á að sækja alla fundi. Ekki þurfi að óttast að sá málaflokkur sé vanræktur, þvert á móti sé núverandi ríkisstjórn óbangin við að ræða opinskátt um þau mál, sem hafi ekki verið raunin hjá fyrri ríkisstjórn.

Þetta kom fram í máli ráðherranna, þegar Morgunblaðið ræddi við þá eftir ríkisstjórnarfund í gær.

„Við erum að leggja fram skýrslu um öryggis- og varnarmál til umræðu á þinginu, sem skiptir mjög miklu máli,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra.

„Við erum búin

...