Pétur Gunnarsson skrifaði bráðsnjalla grein í Skírni 2014, Um handfrjálsan búnað hugans og höfund Njálu (sjá: https://timarit.is/page/7027645#page/n41/mode/2up). Njáls saga er þar í fyrirrúmi og Pétur sýnir með dæmum hvernig höfundur hennar leitar…

Tungutak

Baldur Hafstað

hafstad.baldur@gmail.com

Pétur Gunnarsson skrifaði bráðsnjalla grein í Skírni 2014, Um handfrjálsan búnað hugans og höfund Njálu (sjá: https://timarit.is/page/7027645#page/n41/mode/2up). Njáls saga er þar í fyrirrúmi og Pétur sýnir með dæmum hvernig höfundur hennar leitar efniviðar suður um löndin til klassískra og kristilegra rita, ekki síst biblíunnar sem var „klerklærðum miðaldamanni ótæmandi umhugsunarefni“.

Um klassísk áhrif vísar Pétur meðal annars í söguna af heimkomu Ódysseifs og áhrif hennar á síðustu vörn Gunnars á Hlíðarenda. Eiginkonur beggja eru nærstaddar; og báðir grípa til bogans. Formerkin eru að vísu öfug: Ódysseifur lifir en

...