Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi flokksins í forsætisnefnd, furðar sig á þeirri ákvörðun Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur forseta borgarstjórnar að hliðra til málum fyrir næsta borgarstjórnarfund, sem er á dagskrá…
Marta Guðjónsdóttir
Marta Guðjónsdóttir

Birta Hannesdóttir

birta@mbl.is

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi flokksins í forsætisnefnd, furðar sig á þeirri ákvörðun Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur forseta borgarstjórnar að hliðra til málum fyrir næsta borgarstjórnarfund, sem er á dagskrá næsta þriðjudag, í stað þess að fylgja þeirri röðun sem flokkurinn hafði óskað eftir.

Samkomulag hefur ríkt frá síðasta kjörtímabili um að Sjálfstæðisflokkurinn eigi annað mál á dagskrá borgarstjórnarfundar. Flokkurinn hafði óskað eftir því við forsætisnefnd Reykjavíkurborgar að annað mál til umræðu á næsta borgarstjórnarfundi yrði um kostnaðarmat á mögulegum sviðsmyndum varðandi framtíð græna vöruhússins við Álfabakka, líkt og greint var frá í blaðinu á miðvikudag.

Marta segir að eftir að fréttin

...