Tryggingagjaldið í núverandi mynd hefur tilhneigingu til að hafa áhrif á ákvarðanir fyrirtækja, sem gengur gegn hugmyndinni um hlutlausan skatt.
Sigmar Vilhjálmsson
Sigmar Vilhjálmsson

Sigmar Vilhjálmsson

Tryggingagjaldið er þriðji stærsti tekjustofn ríkisins, skilar áætluðum 150 ma.kr. 2025. Allt tal um að leggja það gjald niður er óraunhæft og mun aldrei verða. Ríkið þarf svo sannarlega á þessum tekjum að halda. Þetta gjald er ekkert annað en skattur sem er kominn til að vera. En þetta er gríðarlega óréttlátur skattur eins og hann er uppsettur í dag og liggur misþungt á fyrirtækjum, liggur hlutfallslega þyngst á litlum og meðalstórum fyrirtækjum.

Skattur á að vera hlutlaus gagnvart ólíkum atvinnugreinum og einstaklingum, þ.e.a.s. skattur á að vera hannaður þannig að hann valdi ekki breytingum á ákvarðanatöku fyrirtækja eða einstaklinga. Eina markmið skatta er að safna tekjum til ríkissjóðs á eins hlutlausan máta og hægt er fyrir hagkerfið. Tryggingagjaldið er alls ekki hlutlaust, þar sem það leggst á launagreiðslur fyrirtækja.

...