„Að sjálfsögðu gleðjast Búseti og íbúar við Árskóga yfir þeim tíðindum að byggingarfulltrúi hafi stöðvað framkvæmdir við kjötvinnslu í vöruhúsinu við Álfabakka,“ segir Bjarni Þór Þórólfsson framkvæmdastjóri Búseta
Óskar Bergsson
oskar@mbl.is
„Að sjálfsögðu gleðjast Búseti og íbúar við Árskóga yfir þeim tíðindum að byggingarfulltrúi hafi stöðvað framkvæmdir við kjötvinnslu í vöruhúsinu við Álfabakka,“ segir Bjarni Þór Þórólfsson framkvæmdastjóri Búseta.
Hann rifjar upp þá skoðun Búseta og fjölda annarra að stöðva ætti framkvæmdir með öllu á meðan málið verði til lykta leitt. Fram hafi komið í tilkynningu byggingarfulltrúans að embættið muni taka ákvörðun um framhald málsins að viku liðinni. Og hann bindi vonir við að byggingarfulltrúi stöðvi þá framkvæmdir alfarið.
„Þessi ákvörðun byggingarfulltrúa, svo langt sem hún nær, er skynsamleg að okkar mati, enda vega umhverfisáhrif þungt. Það er einmitt mikilvægt að átta sig á hversu rangt það er
...