Ólafur E. Jóhannsson
oej@mbl.is
Leigubílstjórar eru vongóðir um að nýr ráðherra samgöngumála skipi fulltrúa frá þeim í starfshóp sem nú vinnur að endurskoðun laga um leigubifreiðar, en forveri ráðherrans í embætti skipaði engan úr hópi leigubílstjóra í starfshópinn sem skipaður var í byrjun nóvember sl. Þetta segir Daníel O. Einarsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama, í samtali við Morgunblaðið.
Samkvæmt upplýsingum frá innviðaráðuneytinu voru skipaðir fimm einstaklingar í starfshópinn, tveir frá innviðaráðuneytinu, tveir frá Samgöngustofu sem fer með framkvæmd laganna og einn frá embætti ríkislögreglustjóra. Segir ráðuneytið að starfshópurinn muni eiga fundi með „ýmsum hagaðilum sem málið varðar“, að því er segir í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins.
...