Minningarsjóður Jean-Pierres Jacquillats styrkir árlega unga tónlistarmenn í námi erlendis en sjóðurinn var stofnaður í apríl 1987, innan við ári eftir að Jacquillat lést í bílslysi. Styrkþeginn í ár heitir Bjargey Birgisdóttir en hún hóf fiðlunám fimm ára gömul í Allegro Suzukitónlistarskólanum undir handleiðslu Helgu Steinunnar Torfadóttur, að því er segir í tilkynningu. „Frá 13 ára aldri stundaði hún nám við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar hjá Auði Hafsteinsdóttur og útskrifaðist þaðan vorið 2020. Þaðan lá leiðin í bachelornám til Sviss og lauk hún bakkalárgráðu frá Hochschule für Musik Basel árið 2023 undir handleiðslu Barböru Doll.“
Þá hefur Bjargey hlotið margvísleg verðlaun fyrir fiðluleik sinn. Árið 2018 hlaut hún verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í Nótunni og var sama ár sigurvegari í konsertkeppni Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna og lék með þeim fiðlukonsert
...