Hvítur á leik.
Hvítur á leik.

1. e4 d5 2. exd5 Dxd5 3. Rc3 Dd6 4. Rf3 c6 5. d4 Rf6 6. Bd3 Bg4 7. Be3 Rbd7 8. h3 Bh5 9. De2 e6 10. 0-0-0 0-0-0 11. g4 Bg6 12. Bxg6 hxg6

Staðan kom upp á Skákþingi Reykjavíkur sem stendur yfir þessa dagana í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur. Tristan Fannar Jónsson (1.541) hafði hvítt gegn Theodór Eiríkssyni (1.731). 13. Re5! Rxe5 svartur hefði einnig tapað eftir 13. … De7 14. Rxc6! bxc6 15. Da6+. 14. dxe5 Dxe5 15. Hxd8+ Kxd8 16. Bb6+! Dc7 17. Hd1+ Rd7 18. Bxc7+ Kxc7 19. Dd3 og svartur gafst upp. Skákþingi Reykjavíkur lýkur næstkomandi miðvikudag. Ofurmótinu Tata Steel í hollenska sjávarbænum Wijk aan Zee lýkur á morgun en á meðal keppenda er indverski heimsmeistarinn Dommaraju Gukesh. Hraðskákmót Skákdeildar KR hefst í dag kl. 10.30. Nánari upplýsingar um þessa skákviðburði og fleiri til má finna á skak.is.