Kæmi einhver í leikhúsið ef ekki væru leikarar á sviðinu? Hefur mikilvægi leiklistar í Borgarleikhúsinu vikið fyrir millistjórnendum á skrifstofunni?
Hrafnhildur Theodórsdóttir
Hrafnhildur Theodórsdóttir

Birna Hafstein og Hrafnhildur Theodórsdóttir

Þar sem þið hafið öll afþakkað boð okkar og leikara LR, að mæta til fundar, þá viljum við senda ykkur hér nokkrar línur.

Erindi LR og framlag Reykjavíkurborgar

Leikfélag Reykjavíkur var stofnað árið 1897 af framsýnu fólki með ástríðu fyrir leiklistinni. Fyrstu árin fékk enginn greitt. Listafólkið framfleytti sér með öðrum störfum að deginum, en æfðu leikverk og sýndu á kvöldin í Iðnó. Fljótlega ákvað ríkisstjórnin að styrkja starfsemina gegn því að álíka framlag kæmi frá Reykjavíkurborg og listamenn fóru að fá greitt. Eftir því sem árin liðu óx Leikfélagið og varð að atvinnuleikhúsi þar sem listamenn fengu laun fyrir sín störf.

Fyrsti kjarasamningur LR var við FÍL vegna leikara. Hann var gerður árið 1964 og lengi vel var öll

...