Olga Ágústsdóttir, fyrrverandi fornbókasali, lést síðastliðinn föstudag, 24. janúar, á 90. aldursári.
Olga fæddist í Bolungarvík 29. júlí 1935 en ólst upp á Ísafirði og í Æðey.
Foreldrar Olgu voru hjónin Valgerður Kristjánsdóttir húsmóðir og kennari og Sigurður Ágúst Elíasson kennari, fyrrverandi yfirfiskmatsmaður á Vestfjörðum, síðar á Akureyri og kaupmaður í Reykjavík.
Olga lauk prófi frá Verzlunarskóla Íslands og samvinnuskólanum Vaar Gard í Stokkhólmi. Hún sinnti verslunar- og skrifstofustörfum hjá KEA, starfaði í gjaldeyrisdeild sænska sambandsins KF í Stokkhólmi og þar á eftir í fræðsludeild þar. Hún starfaði jafnframt hjá fræðsludeild SÍS, hjá skipafélaginu MS Thore í Gautaborg og var deildarstjóri hjá Kaupfélagi Borgfirðinga á Akranesi. Hún starfaði jafnframt hjá ferðaskrifstofunni Útsýn og var ritari hjá Jóni
...