Börn og ungmenni fá tækifæri í dag til að koma athugasemdum sínum um strætókerfið til skila og leggja til tillögur að úrbótum á samráðsfundi ráðgjafarhóps umboðsmanns barna, ungmennaráðs Unicef og Strætó með kjörnum fulltrúum sveitarstjórna
Birta Hannesdóttir
birta@mbl.is
Börn og ungmenni fá tækifæri í dag til að koma athugasemdum sínum um strætókerfið til skila og leggja til tillögur að úrbótum á samráðsfundi ráðgjafarhóps umboðsmanns barna, ungmennaráðs Unicef og Strætó með kjörnum fulltrúum sveitarstjórna.
Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samráðsfundur er haldinn og fer hann fram í Hinu húsinu klukkan 13.
Að þessu sinni verður áherslan á strætókerfið á höfuðborgarsvæðinu og fengu allir kjörnir sveitarstjórnarmenn þar boð á fundinn.
Salvör Nordal umboðsmaður barna segir í samtali við Morgunblaðið að hugmyndin að fundinum sé sprottin út frá samtölum ráðgjafarhóps umboðsmanns barna og ungmennaráðs Unicef við börn síðustu ár, en þau koma iðulega með ábendingar
...