Hanna Katrín Friðriksson
Hanna Katrín Friðriksson

Vanstillingin innan og umhverfis stjórnarráðið er orðin heldur mikil og vonandi að stjórnarþingmenn og ráðherrar fari að átta sig á stöðu sinni og ábyrgð. Í gær var sendur út á mbl.is þátturinn Spursmál undir stjórn Stefáns Einars Stefánssonar blaðamanns og bar þar margt á góma eins og jafnan. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra svaraði þar meðal annars spurningum og hafði frá mörgu að segja.

Það vakti þó athygli að áður en viðtalið var sent út (en að vísu eftir að það var tekið upp þó að bráðræðið sé mikið) hafði einn stjórnarþingmanna og verðandi formaður atvinnuveganefndar þingsins, Sigurjón Þórðarson, tjáð sig um viðtalið af miklum þjósti.

Sigurjón lét það ekki þvælast fyrir fordómunum að hann hafði ekki séð viðtalið en veittist að blaðamanninum og taldi ráðherrann hafa orðið fyrir „fyrirsát“. Sú

...