Benedikt Jónasson fæddist 7. ágúst 1939. Hann lést 14. apríl 2021.
Kristrún Jónsdóttir (Dúrra) fæddist 21. febrúar 1942. Hún lést 16. desember 2024.
Útför Benedikts fór fram 26. apríl 2021, en Kristrúnar
27. desember 2024.
Dúrra, Kristrún Jónsdóttir frá Siglufirði. Benni, Benedikt Jónasson frá Þuríðarstöðum.
Kynni okkar voru á Skriðuklaustri sumarið 1962. Kynni hennar og hans fæddust þar og þá og urðu varanleg. Þetta varð okkur öllum minnisstætt sumar. Starf mitt þar veturinn á undan var skepnuhirðing. Ég kynntist þar tvennu forstöðufólki. Jónas Pétursson og Anna Jósafatsdóttir luku sinni forstöðu og við tóku Matthías Eggertsson og Margrét Guðmundsdóttir.
Hlutverk mitt þetta sumar var að mestu að munda
...