Hvítur á leik
Hvítur á leik

1. c4 e6 2. Rf3 d5 3. d4 Rf6 4. g3 Be7 5. Bg2 0-0 6. 0-0 dxc4 7. Dc2 c6 8. Dxc4 b5 9. Dc2 Bb7 10. Rc3 Rbd7 11. Bg5 h6 12. Bxf6 Rxf6 13. Re4 Rxe4 14. Dxe4 Hb8 15. De3 Db6 16. Re5 Hfd8

Staðan kom upp á Skákþingi Reykjavíkur sem stendur yfir þessa dagana í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur. Ingvar Þór Jóhannesson (2.243) hafði hvítt gegn Birni Hólmi Birkissyni (2.153). 17. Df4! Bf6 18. Rd7 Hxd7 19. Dxb8+ Hd8 20. Df4 Hxd4 21. Dc1 hvítur stendur núna betur að vígi en því fjarri að auðvelt sé að innbyrða vinninginn þar eð svartur hefur biskupaparið ásamt því að hafa peð upp í skiptamuninn. Eftir töluverðar sviptingar var það svartur sem stóð uppi sem sigurvegari. Skákþingi Reykjavíkur lýkur næstkomandi miðvikudag en eftir fyrstu sex umferðirnar leiddi stórmeistarinn Vignir Vatnar (2.550) mótið með fullu húsi.