Jóhanna Ösp Einarsdóttir fæddist 3. febrúar 1985 á Landspítalanum í Reykjavík en er uppalin í Fremri-Gufudal í Reykhólahreppi. „Mér finnst mikil forréttindi að fá að alast upp í sveit, læra á náttúruna, kynnast sínum eigin takmörkum og umgangast náttúru og dýr af virðingu. Þegar ég var lítil fannst mér fátt skemmtilegra en að syngja, troða upp og fá svona eins mikla athygli og ég mögulega gæti fengið og sumt breytist ekki því mér finnst það ennþá mjög gaman.“
Jóhanna er með bakkalárgráðu í tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands og er í meistaranámi í kennslufræðum við Háskólann á Akureyri. „Ég þurfti að flytja að heiman 16 ára gömul til að fara í framhaldsskóla. Ég byrjaði framhaldsskólagönguna í Menntaskólanum við Hamrahlíð en ég átti erfitt með að flytja svona ung að heiman þannig að ég kláraði svo í fjarnámi frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Ég tók líka eina önn
...