Árið er 1981 og kalda stríðið er við það að sjóða upp úr. Heimsbyggðin þráir stöðugleika og vissu en fær í staðinn áhöfnina á sovéska kafbátnum U-137, sem er af Whiskey-gerð árásarbáta, í fangið. Eða réttara sagt fengu Vesturlönd bátinn upp í skerjagarð undan Karlskrona í Svíþjóð
Kreml Leoníd var ekki sáttur við sína menn.
Kreml Leoníd var ekki sáttur við sína menn.

Kristján H. Johannessen

Árið er 1981 og kalda stríðið er við það að sjóða upp úr. Heimsbyggðin þráir stöðugleika og vissu en fær í staðinn áhöfnina á sovéska kafbátnum U-137, sem er af Whiskey-gerð árásarbáta, í fangið. Eða réttara sagt fengu Vesturlönd bátinn upp í skerjagarð undan Karlskrona í Svíþjóð. Og það vegna þess að skipherrann leyfði mönnum sínum að opna ófáar áfengisflöskur á kvöldvaktinni. Strandstaðurinn var vægast sagt óheppilegur; báturinn var ekki einungis innan lögsögu Svíþjóðar heldur fastur á bannsvæði um 15 km frá einni öflugustu flotastöð Svía. Allt virðist nú stefna í vopnuð átök.

„Svo virðist sem Rússar séu mögulega að hefja árás á Svíþjóð,“ sagði hershöfðingi sem færði Ronald Reagan Bandaríkjaforseta fréttirnar. „Veit kúrekinn fyrir vestan af þessu?“ voru

...