Stendur frammi fyrir tækifærum sem hún getur nýtt

Því verður ekki haldið fram með sterkum rökum að ríkisstjórnin hafi átt góða upphafsdaga. Hvert málið á fætur öðru hefur komið upp þar sem ríkisstjórnin og ekki síður einstakir ráðherrar hennar eru á villigötum í áherslum, tala þvert á það sem þeir hafa áður gert eða verða jafnvel uppvísir að óeðlilegri beitingu ráðherraembættisins. Að ekki sé talað um þær ógöngur sem Flokkur fólksins hefur ratað í og vandséð er hvernig leysa má svo vel fari.

En á morgun kemur þing loks saman og þá má segja að stjórnarflokkunum gefist nýtt tækifæri til að birta landsmönnum þá ásýnd sem ætlast má til af þeim sem hafa tekið að sér að veita forystu.

Fyrsta stefnuræða forsætisráðherra nýju ríkisstjórnarinnar verður svo á miðvikudag og þar og á þingmálaskrá verður hægt að sjá þær áherslur sem stjórnin hyggst leggja fyrsta kastið. Þar skiptir miklu að kynnt

...