Hildur Guðnadóttir fæddist í Reykjavík 5. júní 1960. Hún lést 10. janúar 2025.

Foreldrar hennar voru Guðni Sigfússon og Guðný Pétursdóttir.

Sonur Hildar og Sigurðar Árna Gunnarssonar er Guðni Freyr Sigurðsson, f. 1982. Maki hans er Sif Þorsteinsdóttir. Börn þeirra eru Viktor Freyr, f. 2010, Aron Freyr, f. 2012, og Klara Sif, f. 2018.

Hildur ólst upp í Kópavogi en fjölskylda hennar bjó lengst af í Auðbrekku 23. Hún gekk í Kópavogsskóla og eignaðist vini fyrir lífstíð í hverfinu.

Hildur vann um tíma hjá Vinnueftirlitinu en lengst af á Stöð 2 eða frá árinu 1987, nánast frá stofnun sjónvarpsstöðvarinnar. Hún var samviskusamur og öflugur starfsmaður. Hjá Stöð 2 var hún flutningsstjóri sem fólst í því að flytja inn efni að utan, klára samninga og

...