Ingibjörg Gísladóttir
Það var árið 1885 sem blaðakóngurinn W.T. Stead (sem síðar fórst með Titanic) skar upp herör gegn því að barnungar stúlkur væru seldar í vændi. Hann keypti 13 ára stúlku (sem er sögð fyrirmynd G.B. Shaw að Elizu Doolittle) til að sýna hve auðveld slík viðskipti væru og þurfti að sitja þrjá mánuði í fangelsi þess vegna. Með ítrekuðum greinaskrifum tókst honum að fá almenning í lið með sér og löglegur samræðisaldur á Bretlandi var hækkaður í 16 ár.
Nú hefur Elon Musk tekið við keflinu og gagnrýnir breska ráðamenn miskunnarlaust fyrir að hafa leyft gengjum karla sem langflestir eru af pakistönskum uppruna að níðast á smástelpum áratugum saman og hneppa þær í vændi, en slíkt er jafnvel ábatasamara en dópsala. Sem dæmi var Jennifer frá Telford aðeins 11 ára þegar kynlífsþrælkunin hófst. Samkvæmt fjölmiðlum hunsaði lögreglan
...