Bergþór Ólason
Bergþór Ólason

Fyrstu 44 dagar ríkisstjórnarinnar hafa í raun verið ævintýri líkastir. Þeir sem veðjuðu skynsamlega í vinnustaðapottinum og settu rauðvínsflöskuna á að samstarfið liðaðist í sundur við aðra fjárlagagerðina, haustið 2026, hafa nú snarlega þurft að hugsa sinn gang og útfæra varnir.

Ef félag Ingu Sæland sleppur undan endurkröfu fjármálaráðherra verður pólitíska byrðin af því lausnargjaldi borin af Viðreisn. Fjármálaráðherrann stendur frammi fyrir tveimur valkostum; endurkrefja eins og gert er gagnvart þeim sem fá ofgreitt úr ríkissjóði hvort sem það eru aldraðir, öryrkjar eða aðrir. Nú eða finna leið til að sleppa því og sitja uppi með svartapétur út kjörtímabilið.

Það hefur verið áhugavert að sjá hversu hratt og af mikilli elju talsmenn Viðreisnar hafa komið Ingu Sæland og Flokki fólksins til varnar í þeirri ágjöf sem flokkurinn og formaðurinn hafa fengið á

...

Höfundur: Bergþór Ólason