Danmörk varð í gærkvöldi fyrsta þjóðin til að vinna eitt af þremur stærstu handboltamótum karlalandsliða í fjögur skipti í röð er liðið sigraði Króatíu, undir stjórn Dags Sigurðssonar, 32:26, í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Bærum í Noregi
Heimsmeistarar Leikmenn Dana fagna fjórða heimsmeistaratitlinum í röð með tilþrifum í lok leiks í Bærum í Noregi í gærkvöldi.
Heimsmeistarar Leikmenn Dana fagna fjórða heimsmeistaratitlinum í röð með tilþrifum í lok leiks í Bærum í Noregi í gærkvöldi. — AFP/Jonathan Nackstrand

HM í handbolta

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Danmörk varð í gærkvöldi fyrsta þjóðin til að vinna eitt af þremur stærstu handboltamótum karlalandsliða í fjögur skipti í röð er liðið sigraði Króatíu, undir stjórn Dags Sigurðssonar, 32:26, í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Bærum í Noregi.

Danir unnu einnig árin 2019, 2021 og 2023 og sýndu enn og aftur að þeir eiga langbesta handboltalið heims í dag en Danir urðu ólympíumeistarar í París í sumar.

Staðan í hálfleik var 16:12 og var danska liðið aldrei líklegt til að missa niður forskotið í seinni hálfleik. Varð munurinn mestur tíu mörk, 24:14, og voru Króatar ekki líklegir til að jafna eftir það.

Gidsel sló met

...