Leiklestur verður haldinn á nýju leikverki, Mæðgur, eftir höfundinn Helen Cova, í Mengi, miðvikudaginn 5. febrúar kl. 20. Segir í tilkynningu að verkið hafi verið unnið í Frumgerð höfundasmiðju á vegum Reykjavík Ensemble þar sem Friðgeir Einarsson…
Leiklestur verður haldinn á nýju leikverki, Mæðgur, eftir höfundinn Helen Cova, í Mengi, miðvikudaginn 5. febrúar kl. 20. Segir í tilkynningu að verkið hafi verið unnið í Frumgerð höfundasmiðju á vegum Reykjavík Ensemble þar sem Friðgeir Einarsson leikskáld veitti Helen dramatúrgíska ráðgjöf meðan á ritunarferlinu stóð. Leikkonurnar Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Rakel Ýr Stefánsdóttir sjá um að flytja verkið en leikstjóri er Pálína Jónsdóttir.