Markahæst Landsliðskonan Elín Klara Þorkelsdóttir, sem var markahæst hjá Haukum, með boltann fyrir framan varnarmenn ÍBV á Ásvöllum.
Markahæst Landsliðskonan Elín Klara Þorkelsdóttir, sem var markahæst hjá Haukum, með boltann fyrir framan varnarmenn ÍBV á Ásvöllum. — Morgunblaðið/Hákon

Haukar unnu sinn níunda sigur í röð í öllum keppnum er liðið sigraði ÍBV, 32:29, í úrvalsdeild kvenna í handbolta á Ásvöllum á laugardag. Á sama tíma gengur ekkert hjá ÍBV, sem hefur tapað sjö leikjum í röð. Haukar eru í öðru sæti með 22 stig og ÍBV í sjöunda sæti með sex.

Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Hauka og Sara Odden sex. Birna Berg Haraldsdóttir skoraði níu mörk fyrir ÍBV.

Á Seltjarnarnesi vann ÍR sigur á Gróttu, 25:24, í fallslag. Landsliðskonan Katrín Tinna Jensdóttir skoraði sigurmark ÍR 30 sekúndum fyrir leikslok og Ingunn María Brynjarsdóttir varði síðasta skot Gróttu hinum megin í kjölfarið.

ÍR er í sjötta sæti með níu stig og Grótta í áttunda og neðsta sæti með fjögur.

...