Agnes Helga María Ferro fæddist 15. október 1988. Hún lést 10. janúar 2025.
Útför Agnesar fór fram 29. janúar 2025.
Við Agnes byrjuðum að hlæja í rólu fyrir utan gula blokk þegar við vorum litlar. Síðan þá höfum við hlegið okkur í gegnum fyrstu kærastana, fyrstu skólaböllin, fyrstu útskriftirnar, fyrstu börnin og þau sem á eftir komu. Við hlógum í mörgum löndum, öllum landshlutum og hverfum borgarinnar og á flestum skemmtistöðum. Í seinni tíð varð hláturinn ögn „fágaðri“ er við heimsóttum veitingastaði bæjarins hagandi okkur eins og þær fínu frúr sem við þóttumst vera. Okkur tókst meira að segja að hlæja í gegnum lyfjagjafir og spítalavistir.
En það besta var að á milli þess sem tárin flæddu af hlátri var aldrei langt í dýptina, og erfiðu samtölin voru alltaf tekin. Það verður erfitt að
...