Hlemmur Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir allt frá árinu 2022.
Hlemmur Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir allt frá árinu 2022. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússson

Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks fram tillögu um að aðkoma að Hlemmi verði bætt þegar í stað.

Greiður aðgangur að inngöngum mathallarinnar verði tryggður eftir því sem kostur er. Þá verði leitast við að draga úr tjóni rekstraraðila þar með eftirgjöf á leigu í samvinnu við leigutaka hússins.

Í greinargerð kemur fram að umfangsmiklar framkvæmdir hafa staðið yfir við Hlemm frá árinu 2022. Þær hafi gengið mun hægar en vonir voru gefnar um og um langt skeið torveldað mjög aðgang að Mathöllinni á Hlemmi.

Framkvæmdirnar hafa þannig haft mikil og neikvæð áhrif á viðskipti rekstraraðila og hefur velta sumra þeirra dregist saman um allt að 60%. Hafi sumir veitingamenn neyðst til að segja upp starfsfólki vegna minnkandi viðskipta og

...