Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að stefna ríkisstjórnarinnar um að setja komugjöld á ferðamenn á meðan unnið er að útfærslu auðlindagjalds sé fáránleg. „Við höfum komið því skýrt á framfæri þar að…
Hermann Nökkvi Gunnarsson
hng@mbl.is
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að stefna ríkisstjórnarinnar um að setja komugjöld á ferðamenn á meðan unnið er að útfærslu auðlindagjalds sé fáránleg.
„Við höfum komið því skýrt á framfæri þar að einhvers konar hringl með það að setja fyrst komugjöld og svo einhverskonar aðra gjaldtöku er algjörlega fáránleg hugmynd. Maður hringlar ekki á þann hátt með grundvallaratvinnugreinar þjóðarinnar,“ segir Jóhannes.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um upptöku auðlindagjalds fyrir aðgang ferðamanna að náttúruperlum Íslands.
„Á meðan unnið er að útfærslu verða innheimt komugjöld,“ segir í stjórnarsáttmálanum.
...