Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir landsbyggðina, ríkissjóð, almannaöryggi og þjóðarhag.
Njáll Trausti Friðbertsson
Njáll Trausti Friðbertsson

Njáll Trausti Friðbertsson og Vilhjálmur Árnason

Samgönguráðherrann Eyjólfur Ármannsson var alsæll á dögunum þegar hann tók fyrstu skóflustunguna vegna landfyllinga nýrrar Fossvogsbrúar. Fyrirhugað er að brúin rísi í nágrenni Reykjavíkurflugvallar, einnar af lífæðum samfélagsins.

Það má öllum vera það ljóst að framkvæmdir við nýja Fossvogsbrú munu hafa truflandi áhrif á notkun norður-suður flugbrautarinnar, aðalflugbrautar flugvallarins á meðan á framkvæmdum stendur.

Varaflugvöllurinn og almannavarnarhlutverkið

Við þekkjum öll mikilvægi Reykjavíkurflugvallar sem öryggisinnviðar, það hlutverk hefur frekar aukist á tímum jarðelda og annarra náttúruhamfara, óstöðugleika í heimsmálunum og aukinnar flugumferðar til og frá landinu. Hér er einnig rétt að benda á mikla fjölgun

...