Sigrún Kristinsdóttir fæddist 17. júní 1953. Hún lést 16. desember 2024.
Útför fór fram
27. desember 2024.
Þegar ég var krakki fannst mér fátt skemmtilegra en að fara í Hafnarfjörð og leika við Helga frænda minn og besta vin. Ég var hálfgerður heimalningur hjá Sigrúnu og Leifi alla mína barnæsku og fram á unglingsárin og þeirra heimili var mitt annað heimili. Sigrún og Leifur pössuðu mig í viku þegar þau bjuggu á Ljósafossi og mamma var á lokametrunum að eignast Þóru systur. Ég var þriggja ára og grenjaði víst eitthvað smá af heimþrá en ég man samt aðallega hvað mér fannst þetta spennandi tími og Ljósafoss hef ég síðan alltaf tengt við einhvers konar ævintýratilfinningu.
Reyndar tengi ég allar heimsóknirnar á þeirra heimili við gleði og ævintýri. Þau buðu mig alltaf velkominn og sáu um mig
...