Stjórnvöld í Venesúela hafa samþykkt að taka á móti tugum þúsunda af samlöndum sínum sem dvelja ólöglega í Bandaríkjunum. Er þetta stefnubreyting hjá stjórnvöldum í Venesúela.
Þetta fullyrðir Donald Trump Bandaríkjaforseti í kjölfar þess að sendinefnd á hans vegum fundaði með stjórnvöldum í Venesúela.
Samkomulagið mun hjálpa Trump að standa við kosningaloforð sitt um að vísa milljónum ólöglegra innflytjenda úr landi. Um er að ræða stefnubreytingu hjá stjórnvöldum í Venesúela þar sem frá ársbyrjun 2024 hefur Nicolás Maduro, forseti Venesúela, neitað að taka á móti flugvélum með ólöglegum innflytjendum frá Bandaríkjunum.
Trump sagði einnig að Venesúela myndi taka aftur við liðsmönnum Tren de Aragua, sem er glæpagengi sem hefur nýlega breiðst út til Bandaríkjanna frá nokkrum
...