Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Ég held enn í vonina, fyrir Eyjarnar og þjóðarbúið allt, að úr rætist og við fáum vertíð. Þó hún yrði stutt þá er hrognatíminn á loðnuvertíðinni sá tími sem mestu verðmætin verða til,“ segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Litlar líkur eru á loðnuvertíð nú á fyrstu mánuðum ársins. Áður hefur komið fram að í leitarferðum, þar sem vísindamenn hafa lagt línurnar, hefur engin loðna sést, hvar sem siglt hefur verið um sjó. Uppsjávarveiðiskipin Polar Ammassak og Aðalsteinn Jónsson voru í síðustu viku úti fyrir austanverðu landinu. Þar og þá endurtóku áhafnir mælingu á magni loðnu í megingöngunni á þeim slóðum til samanburðar við niðurstöður mælinga í vikunni á undan.
Fyrstu niðurstöður sýna ívið lægra mat á
...