Samningafundi kennara, ríkis og sveitarfélaga lauk rétt eftir klukkan tíu í gærkvöldi án þess að samningar næðust. Verkföll kennara í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum eru því hafin.
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir ekki ástæðu til að boða til frekari funda deiluaðila að svo stöddu. „Við erum búin að þrautkanna það en það næst ekki saman,“ segir hann.
Ástráður lagði fram innanhússtillögu í kjaradeilunni á fimmtudag, en hún fól meðal annars í sér að deila um jöfnun launa á milli markaða yrði leyst með virðismati á störfum kennara. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti tillöguna á föstudag, en kennarar féllust ekki á hana í þeirri mynd sem Ástráður lagði hana fram. Þeir gerðu kröfu um breytingar á ákveðnum skilmálum, sem voru ræddar í gær og í fyrradag. Samninganefndir ríkis og sveitarfélaga gátu
...