„Að ná íslenskunni vel og afla sér góðrar almennrar menntunar skiptir miklu til þess að geta verið virkur þátttakandi. Nú finnst mér ég vera komin í miklu betri stöðu en ég var og vil halda áfram í námi,“ segir Ewa Lizewska Beczkowska,…
Verslunarfólk Keníamaðurinn Robert Owuor og hin pólska Ewa Lizewska Beczkowska hér á vakt í búðinni.
Verslunarfólk Keníamaðurinn Robert Owuor og hin pólska Ewa Lizewska Beczkowska hér á vakt í búðinni. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Að ná íslenskunni vel og afla sér góðrar almennrar menntunar skiptir miklu til þess að geta verið virkur þátttakandi. Nú finnst mér ég vera komin í miklu betri stöðu en ég var og vil halda áfram í námi,“ segir Ewa Lizewska Beczkowska, aðstoðarverslunarstjóri hjá Nettó í Nóatúni í Reykjavík. Á dögunum útskrifaðist hún með verslunarpróf frá Verzlunarskóla Ísland, eftir að hafa stundað fagnám í verslunar- og þjónustustörfum, eins og hún var hvött til og studd af yfirmönnum sínum hjá Samkaupum.

Styrkur til framgangs

Samkaup reka tugi verslana víða um land sem eru undir ýmsum merkjum; Nettó þar á meðal. Hjá fyrirtækinu eru 1.290 starfsmenn og um þriðjungur þeirra er af erlendu bergi brotinn. Alls eru þjóðernin 38. „Okkur er

...