Fá rök standa til þess að auka strandveiðar við Ísland, samkvæmt nýrri skýrslu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), en sem kunnugt er hefur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur það að stefnumiði að fjölga veiðidögum í 48, sem mun að óbreyttu…
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Fá rök standa til þess að auka strandveiðar við Ísland, samkvæmt nýrri skýrslu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), en sem kunnugt er hefur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur það að stefnumiði að fjölga veiðidögum í 48, sem mun að óbreyttu tvöfalda strandveiðar á kostnað annarra og ábatasamari veiða.
Í skýrslunni, sem kemur út í dag, er dregið fram hvernig fjölgun strandveiðibáta og auknar veiðar hafi haft veruleg áhrif á sjávarútveginn, flest neikvæð, og fæst í góðu samræmi við markmiðin með þeim.
Aukinn afli og hlutdeild
Strandveiðibátum hefur fjölgað jafnt og þétt frá 2008 þegar strandveiðar hófust, en 2024 höfðu 764 bátar leyfi. Aflamagn á hvern róður hefur einnig aukist, þrátt fyrir að
...