— AFP/John Macdougall

Rúmlega 160 þúsund manns komu saman í Berlín í gær til að mótmæla Kristilegum demókrötum (CDU) fyrir að hafa starfað með öfgaþjóðernisflokknum AfD til að ná í gegn þingsályktunartillögu um útlendingamál og þar með brjóta óskrifaða reglu frá seinni heimsstyrjöldinni.

Frá seinni heimsstyrjöldinni hefur það verið óskrifuð regla í Þýskalandi á meðal stjórnmálaflokka að starfa ekki með meintum öfgahægriflokkum. Mótmælendur segja CDU hafa brotið þessa reglu.

Mótmælin hófust fyrir utan þinghúsið í Þýskalandi og hrópuðu mótmælendur „skömm á þér CDU“ áður en þeir héldu í átt að höfuðstöðvum flokksins.