Að stökkva, aldrei vann maður nein afrek á því sviði og verður það ekki rætt frekar. En að stökkva getur líka þýtt að fleygja, dreifa eða skvetta vatni yfir

Að stökkva, aldrei vann maður nein afrek á því sviði og verður það ekki rætt frekar. En að stökkva getur líka þýtt að fleygja, dreifa eða skvetta vatni yfir. Að reyna að beita sumt ónefnt fólk rökum er eins og að stökkva vatni á gæs: tilgangslaust. Reyni maður samt „stekkur“ maður vatninu ekki á gæsina heldur stökkvir.