Sundhöll Stíllinn þarf að haldast, á bökkum eins og öðru í húsi þessu.
Sundhöll Stíllinn þarf að haldast, á bökkum eins og öðru í húsi þessu. — Morgunblaðið/Eva Björk

Endurbótum á innilaug Sundhallar Reykjavíkur við Barónsstíg hefur verið slegið frest. Ekkert verður gert fyrr en árið 2031; talsvert seinna en áformað var. Fyrir liggur að steypa þarf nýtt laugarker en því fylgdi að breyta þarf bökkum laugar og endurbyggja með því lagi sem hæfir nú. Slíkt hugnaðist fastagestum laugarinnar ekki, sbr. mótmæli þeirra í Morgunblaðsgrein.

„Bakkar laugar Sundhallarinnar eru hluti af heildarhönnun hússins, sem þykir einstaklega falleg og stórmerkileg. Breyting á þeim myndi skerða listrænt gildi hússins og slíkt má ekki eiga sér stað nema … að lýðheilsu sé stefnt í voða eða annað þaðan af alvarlegra,“ sagði í umræddri grein.

Steinþór Einarsson hjá menningar- og íþróttasviði Reykjavíkurborgar segir að undanfarið hafi fulltrúar borgar, Minjastofnunar og VA-arkitekta skoðað nýjar útfærslur á bökkum laugarinnar. Sú vinna hafi skilað lausn þar sem athugasemdum sem fram hafa komið sé mætt. Framkvæmdir þurfi þó að bíða næstu

...