Sviðsljós
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Áskrifendum streymisveitunnar Netflix fjölgaði um 19 milljónir síðustu þrjá mánuði ársins 2024. Það er langt umfram væntingar stjórnenda þar á bæ en helstu ástæður þessarar fjölgunar eru taldar vera aukin áhersla á beinar útsendingar frá íþróttaviðburðum og frumsýning annarrar þáttaraðar hinna vinsælu þátta Squid Game. Áskrifendur Netflix eru nú orðnir yfir 300 milljónir talsins á heimsvísu.
Í bréfi til fjárfesta er þessi fjölgun sögð vera vegna fjárfestinga í þáttagerð og kvikmyndagerð og staða Netflix sögð sterkari nú en áður hefur verið. Jafnframt voru kynntar verðhækkanir í löndum á borð við Bandaríkin, Kanada, Argentínu og Portúgal. Netflix tilkynnti hækkun á verði hér á landi í október á síðasta ári.
...