Gervigreind hefur tekið miklum framförum á undanförnum árum og eru margir sem telja að þessi nýja tækni muni hafa í för með sér mikilvæg kaflaskil fyrir atvinnulífið. Sjá sumir fyrir sér að afköst muni stóraukast og að gervigreindarbyltingin verði sambærileg við iðnbyltinguna fyrir rösklega 250 árum
Viðtal
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Gervigreind hefur tekið miklum framförum á undanförnum árum og eru margir sem telja að þessi nýja tækni muni hafa í för með sér mikilvæg kaflaskil fyrir atvinnulífið. Sjá sumir fyrir sér að afköst muni stóraukast og að gervigreindarbyltingin verði sambærileg við iðnbyltinguna fyrir rösklega 250 árum.
En gervigreind fylgja líka hættur, því rétt eins og tæknin gerir fólk afkastameira við störf sín þá geta alls kyns skúrkar og glæpamenn tekið gervigreindina í sína þjónustu og notað hana til að valda fyrirtækjum og stofnunum óskunda.
UTmessan verður haldin í Hörpu um næstu helgi og meðal fyrirlesara þar er Pinar Alpay, framkvæmdastjóri vöru- og markaðssviðs Signicat, en hún ætlar að ræða um hvernig netþrjótar
...