Hrefna Dögg Þorsteinsdóttir fæddist 25. júlí 1977. Hún lést á 6. janúar 2025.

Útför Hrefnu Daggar fór fram
18. janúar 2025.

Elsku hjartans engillinn minn. Mikið sem þetta tekur á að setjast niður og skrifa lokaorðin til þín. Hvað getur maður sagt þegar svona dásamleg kona þarf að ganga í gegnum svona mikil og löng veikindi sem enda á þennan hátt, að kveðja?

Þetta er með öllu óskiljanlegt. Ég veit að Gummi, börnin þín og fjölskylda finna styrkinn frá þér að ofan til að halda áfram.

Jesús minn, minningarnar sem við eigum eru óteljandi!

Þegar þú varst hjá mér allar nætur þegar ég átti Aron minn þegar hann var aðeins þriggja vikna og Bjössi fór á sjó, auðvitað hljóp mín allra besta í skarðið á meðan pabbinn þurfti að

...