Arsenal gerði sér lítið fyrir og valtaði yfir ríkjandi Englandsmeistara Manchester City, 5:1, á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöldi. Martin Ödegaard, Thomas Partey, Myles Lewis-Skelly, Kai Havertz og Ethan Nwaneri skoruðu allir fyrir Arsenal
Stórsigur Leikmenn Arsenal fagna marki með stuðningsmönnum sínum í stórsigrinum á Manchester City á heimavelli sínum í Lundúnum í gær.
Stórsigur Leikmenn Arsenal fagna marki með stuðningsmönnum sínum í stórsigrinum á Manchester City á heimavelli sínum í Lundúnum í gær. — AFP/Glyn Kirk

Enski boltinn

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Arsenal gerði sér lítið fyrir og valtaði yfir ríkjandi Englandsmeistara Manchester City, 5:1, á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöldi.

Martin Ödegaard, Thomas Partey, Myles Lewis-Skelly, Kai Havertz og Ethan Nwaneri skoruðu allir fyrir Arsenal. Erling Haaland skoraði mark City þegar hann jafnaði í 1:1 snemma í seinni hálfleik.

Fyrsta sinn hjá Guardiola

Arsenal er í öðru sæti með 50 stig, níu stigum meira en Manchester City sem á lítinn möguleika á að verja titilinn. Varnarleikur liðsins er langt frá því að vera nægilega góður og hefur City fengið á sig fjögur mörk eða meira í fjórum leikjum á tímabilinu, sem hefur aldrei áður

...