Mikilvægt er að ákvarðanir um auðlindanýtingu séu teknar með stöðugleika og langtímahagsmuni í huga.
Ævar Smári Jóhannsson
Ævar Smári Jóhannsson

Ævar Smári Jóhannsson

Íslenskur sjávarútvegur er og hefur verið ein af grunnstoðum íslensks efnahagslífs um árabil. Hann hefur ekki aðeins skapað atvinnu fyrir fjölda landsmanna, heldur einnig tryggt Íslendingum sess á alþjóðavettvangi sem ábyrgir nýtingaraðilar verðmætra auðlinda. Ég hef starfað í sjávarútvegi síðan árið 1993, þar af sem skipstjóri í 15 ár á skipum sem lögðu mikið af mörkum til þessa mikilvæga geira. Skip sem ég stjórnaði voru meðal aflahæstu djúpkarfaveiðiskipanna í landinu, og árin 2022 og 2023 veiddust um átta þúsund tonn af djúpkarfa samkvæmt úthlutuðum kvóta. Samkvæmt mínum gögnum var veiðin bæði hagkvæm og árangursrík með tilliti til veiðitíma og afkasta.

Þrátt fyrir þessa velgengni var kvóti djúpkarfa skorinn niður í núll með einu pennastriki. Þessi ákvörðun hafði gríðarleg áhrif, bæði á sjómenn og samfélög sem byggja

...