Það er margt á sveimi í pólitík heimsins þessa dagana og sumt með hreinum ólíkindum.
Í öllum heimshornum hafa komist til valda menn sem skeyta lítt um lýðræði og fólk er teymt á asnaeyrum þótt kallað sé að það fái að kjósa.
Víða virðist úrslitum hagrætt og enginn fær rönd við reist. Einræðisherrum fjölgar og eftir því verða þeir óskammfeilnari. Samfélagsmiðlar hafa orðið meiri áhrif en menn átta sig á, hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri.
Auglýsingatækni hefur tekið við af vitrænni umræðu og lýðurinn er ærður.
Óligarkarnir í Rússlandi fengu auð sinn á silfurfati frá ríkinu, „high-tech-garkarnir“ núna hafa náð kverkataki á auði heimsins og eru óstöðvandi þótt reynt sé að hemja þá með skattgreiðslum. Þríeykið sem var
...