Vegagerðin áformar að landsbyggðarstrætó, leið 57, fari framvegis eina ferð á dag í stað tveggja milli Reykjavíkur og Akureyrar. Þessu er mótmælt í nýrri bókun byggðarráðs Skagafjarðar. Horfa þarf til þess að almenningssamgöngur eru mikilvægar fyrir …
Vegagerðin áformar að landsbyggðarstrætó, leið 57, fari framvegis eina ferð á dag í stað tveggja milli Reykjavíkur og Akureyrar. Þessu er mótmælt í nýrri bókun byggðarráðs Skagafjarðar. Horfa þarf til þess að almenningssamgöngur eru mikilvægar fyrir eina framhaldsskólann á Norðurlandi vestra ásamt tómstunda- og íþróttastarfi, segir byggðarráð sem telur að Norðurland vestra sé með þessu afrækt.
Vegagerðin hefur einnig kynnt að hugmynd um nýja akstursleið strætós sem tengja myndi Hvammstanga, Blönduós og Sauðárkrók fái ekki fjármögnun. Því er mótmælt í Skagafirði og minnt á stefnu núverandi ríkisstjórnar um að auka fjárfestingar í samgöngum um land allt. sbs@mbl.is