Þingmenn og ráðherrar, jafnvel forsætisráðherra, vita harla lítið um ESB og evru og misskilja margt.
Ole Anton Bieltvedt
Ég bjó í hjarta ESB í 27 ár, kynntist ESB innan frá allan þennan tíma og hef líka fylgst gjörla með ESB og evru eftir það. Ég hef enn fremur heimsótt höfuðstöðvar ESB í Brussel og Seðlabanka Evrópu í Frankfurt og átt þar viðræður við leiðandi menn um bæði almennar spurningar og mögulega aðild Íslands.
Það hefur margoft komið í ljós í umræðu og skrifum að þingmenn og ráðherrar hér, jafnvel forsætisráðherra, vita harla lítið um ESB og evru og misskilja margt af því sem þeir vita þó eitthvað um.
Ég sé því ástæðu til að lista upp helstu spurningar og svör um mögulega ESB-aðild okkar Íslendinga:
Eru helstu ríkin í ESB stór, fjölmenn og háþróuð iðnríki?
Það er langt í frá að öll aðildarríkin séu háþróuð
...