Lögreglan í Georgíu handtók í gær tvo leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu í mótmælum gegn stjórnarflokknum, Georgíska draumnum. Mikil mótmæli hafa verið í landinu síðan flokkurinn lýsti sig sigurvegara þingkosninga í Georgíu í október á síðasta…
Nika Melia hnepptur í varðhald
Nika Melia hnepptur í varðhald

Lögreglan í Georgíu handtók í gær tvo leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu í mótmælum gegn stjórnarflokknum, Georgíska draumnum. Mikil mótmæli hafa verið í landinu síðan flokkurinn lýsti sig sigurvegara þingkosninga í Georgíu í október á síðasta ári en flokkurinn hefur verið sakaður um kosningasvindl og ólýðræðislegan gjörning.

Leiðtogi frjálslynda flokksins Akhali, Nika Melia, var handtekinn í mótmælunum auk fyrrverandi borgarstjóra Tíblisi, höfuðborgar Georgíu, Gigi Uguvala, en hann er áberandi í stjórnarandstöðu á georgíska þinginu. Handtökurnar voru gerðar þegar þúsundir mótmælenda reyndu að hindra inngöngu á þjóðveg eitt til Tíblisi.