Sveit skipuð heimsmeisturunum í sveitakeppni í brids fór með sigur af hólmi í sveitakeppni Bridshátíðar sem lauk í gærkvöldi í Hörpu í Reykjavík. Alls kepptu 88 sveitir í sveitakeppninni. Eins og oft áður var keppnin jöfn og spennandi til loka en…
Bridsmót Keppendur á Bridshátíð um helgina voru á öllum aldri.
Bridsmót Keppendur á Bridshátíð um helgina voru á öllum aldri. — Ljósmynd/Pétur Fjeldsted

Guðmundur Sv. Hermannsson

gummi@mbl.is

Sveit skipuð heimsmeisturunum í sveitakeppni í brids fór með sigur af hólmi í sveitakeppni Bridshátíðar sem lauk í gærkvöldi í Hörpu í Reykjavík.

Alls kepptu 88 sveitir í sveitakeppninni. Eins og oft áður var keppnin jöfn og spennandi til loka en sveit Edmonds vann sinn leik í lokaumferðinni og tryggði sér þar með sigurinn á mótinu.

Í sigursveitinni spiluðu Hollendingarnir Baz Drijver og Sjoert Brink, Pólverjarnir Michal Klukowski og Jacek Kalita og Jodi Edwards og Joel Woodridge frá Bandaríkjunum. Þeir fjórir fyrstnefndu eru ríkjandi heimsmeistarar í sveitakeppni og handhafar Bermúdaskálarinnar.

Sveit Concello varð efst af íslensku sveitunum, í sjötta sæti, en í þeirri sveit spiluðu

...