— Morgunblaðið/Hákon

Þungar vetrarlægðir leita nú hver á fætur annarri að landinu; skjóta fólki skelk í bringu og valda usla. Enda þótt daginn sé nú vel farið að lengja er þetta allt eins og við má búast í febrúarmánuði, og víst er þorrinn þraut að þreyja. En inni á milli koma þó góðar stundir svo vel viðrar til frískandi útiveru. Þar kemur Laugarnesið í Reykjavík sterkt inn og víst er út til Viðeyjar fagurt að sjá.